96 síður frá Víkurfréttum í dag
64 rafrænar og 32 á prenti
Eftir 20 vikur í rafrænum heimi á tímum COVID-19 þá höfum við hjá Víkurfréttir byrjað aftur að prenta blaðið samhliða rafrænu útgáfunni.
Í dag var 32 síðna blaði dreift í verslanir og á opinbera staði um öll Suðurnes.
Samhliða prentaða blaðinu þá er rafræna útgáfan núna orðin aðgengileg á netinu. Hún er 64 síður og inniheldur fleiri viðtöl en eru í prentaða blaðinu.
Hnausþykkt rafrænt blað er í spilaranum hér að neðan. Þar má nálgast samtals 96 síður frá Víkurfréttum. Það eru annars vegar 64 síður af rafrænni útgáfu og aftan við þær síður eru 32 síður sem komu út í prentaðri útgáfu fyrr í dag.