Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

94% spenna beltin á brautinni
Laugardagur 27. ágúst 2005 kl. 15:13

94% spenna beltin á brautinni

80% ökumanna í Reykjanesbæ notar öryggisbelti að jafnaði að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar sem lögreglan gerði í gær. Eru þessar tölur svipaðar og þær sem komu út í könnun í fyrra þar sem 86% spenntu beltin.

Ástandið er betra á Reykjanesbrautinni þar sem 94% spenntu beltin í könnuninni sem tók til 100 bíla.

Sjá má niðurstöður síðustu ára á heimasíðu sýslumannsins í Keflavík.  Slóðin er http://frontpage.simnet.is/syslkef/
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024