900 farþegar „fastir“ í Leifsstöð
Níu hundruð farþegar voru innlyksa í flugvélum á Keflavíkurflugvelli sem þeir komu með frá Evrópu nú síðdegis vegna mikils hvassviðris. Um kl. 18:15 var búið að koma flestöllu fólkinu inn í Leifstöð.Fyrir veðurs sakir var ekki unnt að koma hefðbundnum landgöngubúnaði að vélunum heldur þurfti að nota stigabíl til að koma fólkinu niður úr vélunum. Rafmagn fór af flugstöðinni í smátíma síðdegis en kom fljótt á aftur. Morgunblaðið á Netinu greinir frá nú undir kvöld.
Mikil ókyrrð var í lofti þegar flugvélar Flugleiða komu inn til lendingar um kl. 16 í dag. Frá höfuðstöðvum Víkurfrétta í Njarðvík mátti sjá vélarnar kastast til í loftinu í aðfluginu yfir Njarðvík og ætla má að farið hafi um marga farþega um borð í vélunum.
Mikil ókyrrð var í lofti þegar flugvélar Flugleiða komu inn til lendingar um kl. 16 í dag. Frá höfuðstöðvum Víkurfrétta í Njarðvík mátti sjá vélarnar kastast til í loftinu í aðfluginu yfir Njarðvík og ætla má að farið hafi um marga farþega um borð í vélunum.