90 manns sagt upp hjá Varnarliðinu
90 manns verður sagt upp störfum hjá Varnarliðinu um mánaðarmótin samkvæmt áreiðanlegum heimildum Víkurfrétta. Flestum sem sagt verður upp eru félagar í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, alls 28 manns. 23 eru innan vébanda Verslunarmannafélags Suðurnesja og 19 starfsmönnum innan annarra stéttarfélaga verður sagt upp störfum. 20 starfsmönnum utan stéttarfélaga verður sagt upp. Af þeim 90 sem sagt verður upp búa 69 á Suðurnesjum og 21 á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta verður starfsmönnum sem sagt verður upp störfum sent uppsagnarbréf á morgun.
Alls eru 339 manns skráðir atvinnulausir hjá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja, 129 karlar og 210 konur. Ef þeim sem sagt verður upp hjá Varnarliðinu er bætt við atvinnuleysisskrána verður fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum alls 408 manns.
VF-ljósmynd.