Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

90,1% Suðurnesjamanna lesa Víkurfréttir
Föstudagur 13. maí 2005 kl. 17:28

90,1% Suðurnesjamanna lesa Víkurfréttir

Níu af hverjum tíu Suðurnesjamönnum lesa Víkurfréttir í hverri viku samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Víkurfréttir. Endanlegt úrtak í könnuninni var 996 og þar af svöruðu 622 eða 62,8%. Úrtakið var íbúar á aldrinum 16-75 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Könnunin var gerð á tímabilinu 16. febrúar til 26. apríl 2005.

Á Suðurnesjum lesa samtals 90,1% blaðið í viku hverri. Þar af lesa 43,8% blaðið einu sinni í viku, 22,4% tvisvar í viku og 23,9% þrisvar í viku eða oftar. Þeir sem lesa blaðið aldrei eru 9,9%. Miðað við síðustu könnun Gallup, sem gerð var fyrir ári síðan þá fer þeim fjölgandi sem lesa Víkurfréttir oftar en einu sinni í viku. Þeir sem lesa Víkurfréttir tvisvar í viku eru nú 22,4% en voru 19,7% í fyrra. Þá lesa 23,9% Víkurfréttir þrisvar eða oftan en voru 23,2% í fyrra.

Á sama hátt mældi Gallup lestur á Víkurfréttir í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Þar er umtalsverð aukning á lestri blaðsins. Þannig lesa 67,2% Hafnfirðinga Víkurfréttir einu sinni eða oftar en voru 62,8% í fyrra. 50,5% Garðbæinga lesa Víkurfréttir en voru 48,3% í fyrra. Hlutfallslega mesta lestraraukningin er á Álftanesi, þar sem 60% bæjarbúa lesa nú blaðið einu sinni eða oftar í viku en þar var lesturinn 48,3% í síðustu könnun fyrir ári síðan. Aukningin er því 11,7%.

Nánar verður gert grein fyrir niðurstöðu könnunarinnar í Víkurfréttum í næstu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024