884 kusu utan kjörfundar á Suðurnesjum
Á Suðurnesjum greiddu 884 atkvæði utan kjörfundar. Það er heldur minna en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2006 þegar 1057 greiddu atkvæði utan kjörfundar. Hægt var að kjósa á skrifstofum sýslumanns bæði í Keflavík og Grindavík.
Samtals greiddu 561 kjósendur atkvæði utan kjörfundar í Rykjanesbæ, 142 í Grindavík, 70 í Garði, 39 í Sandgerði og 35 í Vogum.