Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 27. desember 1998 kl. 17:10

879765

Margar fyrirspurnir og nokkur tilboð hafa borist vegna sölu á Félagsbíói. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, framkvæmstjóra Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sem er eigandi hússins og lóðarinnar hafa tilboðin sem borist hafa verið of lág. „Við létum fasteignasala meta eignina og þeir töldu hana vera nálægt 30 milljóna króna virði. Tilboðin sem hafa borist hafa verið langt frá þeirri tölu“, sagði Kristján. Stórir aðilar í matvöruverslun s.s. eigendur Bónus og 10-11 eru meðal þeirra sem sýnt hafa bíóinu áhuga en það eru einnig kunnir heimamenn úr viðskiptalífinu sem eru heitir. Ýmsar hugmyndir um hvað gera skuli við bíóhúsið hafa skotið upp kollinum. Ein er sú að breyta Félagsbíói í Keflavíkur-„kringlu“, þ.e. inni-verslunarhúsi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024