Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

86 íbúðir og hús tilbúin fyrir árslok
Þriðjudagur 12. febrúar 2019 kl. 14:10

86 íbúðir og hús tilbúin fyrir árslok

Fyrstu lyklarnir afhentir í Hlíðahverfi í Reykjanesbæ

Fyrstu íbúarnir í nýju Hlíðahverfi í Reykjanesbæ fengu afhenta lykla að eignum sínum síðasta föstudag. Forsvarsmenn Bygg, byggingaverktakans sem er að byggja hverfið, segja að allar íbúðir og hús í fyrsta áfanga, alls 86 eignir, verði kláraðar á árinu. Fimmtán íbúðir og hús verða tilbúin til afhendingar fyrir lok febrúarmánaðar en fyrstu eignirnar voru afhentar í síðustu viku.

Bygg keypti land í Hlíðahverfi og ætla að byggja rúmlega 500 íbúðir. Í fyrsta áfanga eru eignir í stærri kantinum en í öðrum áfanga er hlutfall minni íbúða stærra. Bygg er að hefja framkvæmdir við annan áfanga en þar verða 300 íbúðir.

Meira í prentútgáfu Víkurfrétta sem dreift verður miðvikudag og fimmtudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Blómvöndur og stór kampavín beið fyrstu íbúanna í Hlíðahverfi.