85% fylgjandi breikkum Reykjanesbrautar - geymum göngin þangað til síðar
84,9% lesenda Vísis.is vilja breikka Reykjanesbrautina áður en farið verður út í
jarðgangagerð á Norðurlandi. Aðeins 15,1% vildu að jarðgöngin hefðu forgang. Þetta kemur fram á visir.is
Þetta var niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á Stjórnmálavef Vísis.is. Spurningin hljóðaði
svo: Í forgangsröðun samgöngumála, hvort á að vera á undan, göngin um Héðinsfjörð
milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar eða breikkun Reykjanesbrautar? Niðurstaðan var
afgerandi, sem fyrr segir, en tæp 1.800 atkvæði voru greidd.