83 milljónir innheimtar af Kadeco án heimildar
Kadeco - Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, var ranglega látið greiða tæpar 83 milljónir króna í skipulagsgjald vegna bygginga sinna á varnarsvæðinu. Skipulagsstofnun lagði gjaldið á og sýslumaður innheimti það. Sérstök úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið heimild fyrir gjaldtökunni, samkvæmt frétt visir.is.
Samkvæmt úrskurði nefndarinnar eru einungis álagning upp á 4,2 milljónir króna ógild af þeim tæplega 83 milljónum sem voru innheimtar. Ástæðan er útrunninn kærufrestur vegna flestra bygginganna. Þróunarfélagið freistar þess engu að síður að fá leiðréttingu.
Greint er nánar frá málinu á visir.is, sjá hér.