Mánudagur 26. ágúst 2002 kl. 08:28
800 ökumenn sektaðir á Reykjanesbraut
Samtals er búið að stöðva og sekta 800 ökumenn sem óku of hratt á Reykjanesbraut það sem af er þessu ári. Það á við hlutann sem liggur frá Keflavíkurflugvelli að Hvassahrauni.Talsvert hefur verið um hraðakstur á brautinni að undanförnu að sögn lögreglunnar í Keflavík.