80 þúsund manns hafa heimsótt Garðskaga
Í júní og júlí í sumar
Talning ferðafólks hófst á Garðskaga í byrjun júní og hefur komið í ljós að um 40.000 manns komu á svæðið hvorn mánuðinn júní og júlí í sumar, eða um 80.000 manns þessa tvo mánuði.
Umferð hefur verið að aukast jafnt og þétt að vinsælum ferðamannastöðum á Suðurnesjum í ár en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjölda gesta fyrr en nú í sumar. Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði greinir frá þessu í vikulegum molaskrifum sínum.