80 störf frá Lögreglustjóra til Flugmálastjórnar
Samkvæmt öruggum heimildum Víkurfrétta eru fyrirhugaðar umfangsmiklar breytingar á öryggisgæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um 80 störf við öryggisgæslu og vopnaleit munu færast frá embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum yfir til Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar. Tilkynningar frá ráðuneytum samgöngu- og dómsmála er að vænta um málið.