8,8% fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll 2008
Samkvæmt tölum frá Keflavíkurflugvelli fóru tæplega 2 milljónir farþega um völlinn á nýliðnu ári. Þetta er um 8,8% fækkun á milli ára. Hlutfalsllega er meiri fækkun í hópi áfram- og skiptifarþega (transit) en meðal farþega á leið til og frá landinu. Þannig voru komu- og brottfararfarþegar samtals 1.746.023 talsins sem er næst mesti fjöldi frá upphafi og um 7,3% fækkun frá fyrra ári. Nánari skiptingu má sjá á vef Ferðamálastofu. |