Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 9. október 2000 kl. 11:03

8,6 milljónir í bætur vegna slyss í fótbolta

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp þann dóm að íslenska ríkinu verði gert að greiða fyrrverandi slökkviliðsmanni á Keflavíkurflugvelli 8,6 millj. kr. í bætur fyrir meiðsli sem hann hlaut á fótboltaæfingu í vinnutíma. Auk þess fellur málskostnaður á ríkið og þóknun lögmanns slökkviliðsmannsins. Frá þessu var sagt í Morgunblaðinu. Slysið varð á fótboltavelli á Keflavíkurflugvelli í lok ágúst 1996. Slökkviliðsmanninum varð fótaskortur á vellinum og fékk hann áverka á hægri ökkla. Varanlegur miski vegna slyssins er 20% og varanleg örorka 25%.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024