Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • 78 útköll og sjúkraflutningar
    Mynd frá ófærðinni á dögunum.
  • 78 útköll og sjúkraflutningar
    Guðmundur Helgi.
Fimmtudagur 18. desember 2014 kl. 14:00

78 útköll og sjúkraflutningar

Annasamir dagar hjá Björgunarsveitinni Suðurnes.

Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa átt annasama daga í ófærðinni að undanförnu. Í samtali við Víkurfréttir sagði liðsmaður Björgurnarsveitarinnar Suðurnes og varaformaður svæðisstjórnar, Guðmundur Helgi Önundarson, að ræst hafi verið út að morgni vegna ófærðar á Suðurnesjum og innan klukkustundar var einnig útkall vegna leitar að týndri manneskju á Suðurnesjum sem fannst fljótlega. 

„Margir bílar voru rafmagslausir í ófærðinni og við vorum meðal annars í því að koma ökumönnum í örugg skjól. Björgunarsveitir aðstoðuðu sjúkraflutningamenn og bíll frá þeim var notaður í fylgd á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Sveitin hér og í Grindavík eru með bíla sem hægt er breyta í sjúkraflutningabíla,“ segir Guðmundur Helgi. Einnig hafi þeir keyrt starfsmenn sjúkrahúsa og slíkra stofana þegar vaktaskipti voru hjá þeim. „Svo var einnig skylda okkar að halda ökuleiðum og lífæðum opnum. Starfssviðið er mjög vítt.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verkefnum vegna ófærðar fjölgaði og urðu 78 talsins fram til klukkan sex síðdegis. Í millitíðinni fóru björgunarsveitarmenn í að festa niður þakplötur og við bættist útkallsbeiðni frá höfuðborgarsvæðinu kl. 17:00 að senda hópa í leit af níræðum manni sem saknað var. Björgunarsveitarmenn sem höfðu sinnt 81 verkefni yfir daginn lögðu af stað til Reykjavíkur og tóku þátt í leitinni þar til viðkomandi fannst um um kl. 22:00. Hóparnir voru síðan komnir í hús og búnir að gera útkallsklárt um miðnætti.

„Við erum öflug liðsheild og sýnum metnað og frumkvæði með það að markmiði að vera í forystu á okkar sviði. Störf okkar byggja á fórnfýsi og hjálpsemi við landsmenn. Við erum traustsins verð og vinnubrögð okkar einkennast af fagmennsku. Einkunnarorð okkar eru forysta, fórnfýsi og fagmennska,“ Guðmundur Helgi.