Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

78 jarðskjálftar á Reykjanesi
Föstudagur 13. janúar 2012 kl. 12:16

78 jarðskjálftar á Reykjanesi

Alls mældust 78 jarðskjálftar á Reykjanesskaga í desember sl. samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Smá hrina skjálfta varð í suðvestanverðu Kleifarvatni þann 3. desember og voru stærstu skjálftarnir um 2 að stærð. Stærsti skjálftinn undir vatninu, ML 2,4, mældist á aðfangadagskvöld. Átta smáskjálftar, allir undir 1 að stærð, mældust á svæðinu frá norðanverðum Brennisteinsfjöllum og austur fyrir Heiðina Há.

Á landinu öllu mældust 1400 jarðskjálftar í desembermánuði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Myndin: © Veðurstofa Íslands // Upptök jarðskjálfta á Íslandi í desember 2011. Rauðir hringir tákna jarðskjálfta stærri en 0 að stærð. Á kortinu eru einnig sýnd eldstöðvakerfi (Páll Einarsson og Kristján Sæmundsson, 1987).