77 kaupsamningar í júlí á Suðurnesjum
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Reykjanesi voru 77 í júlí. Heildarveltan var 2,8 milljarðar og meðalupphæð á samning 36,1 milljón króna.
Af þessum 77 samningum voru 59 um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 37 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um eignir í sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.135 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,2 milljónir króna.
Meðalupphæð samninga á Reykjanesi var aðeins hærri en í öðrum landshlutum að Vesturlandi undanskildu. Þjóðskrá Íslands, sem gefur út þessar tölur vekur þó athygli á því að meðalupphæð samsamnings sé ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með vísbendingu um verðþróun. Kaupsamningur geti falið í sér sölu fleiri en eina eign og fleira. Hér eru þó tölurnar úr júlí:
Reykjanes 36,1 mkr.
Norðurland 32,6 mkr.
Austurland 19,7 mkr.
Suðurland 35,7 mkr.
Vesturland 37,8 mkr.
Vestfirðir 24 mkr.