Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

77 hegningarlagabrot í september
Fimmtudagur 22. október 2009 kl. 08:25

77 hegningarlagabrot í september


Alls komu 77 hegningarlagabrot inn á borð Lögreglunnar á Suðurnesjum í september síðastliðnum, samanborið við 98 brot í sama mánuði árið áður. Þetta er nánast sami fjöldi brota og var í ágúst. Málum í þessum brotaflokki fækkar því nokkuð á milli ára.

144 voru kærðir fyrir umferðarlagabrot í september, sem er veruleg fækkun á milli ára. Í sama mánuði síðasta árs voru tæplega 400 ökumenn kærir fyrir þessar sakir. Svo virðist því sem ökumenn séu farnir að gæta sín betur á hraðamyndavélunum. Alls komu 12 fíkniefnamál inn á borð Suðurnesjalögreglu í september, samkvæmt tölfræði frá Ríkislögreglustjóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024