Mánudagur 25. mars 2002 kl. 14:34
750 tonn af hrognum frá flokkunarstöðinni í Helguvík

750 tonn af loðnuhrognum voru afgreidd til frystingar frá flokkunarstöðinni í Helguvík á þessari loðnuvertíð. Þar af fóru 600 tonn til frystingar hjá Saltveri hf. í Njarðvík. Þorbjörn Fiskanes tók 150 tonn af Helguvíkur-hrognum til frystingar í Grindavík.Auk loðnuhrogna tók Saltver 200 tonn af loðnu til frystingar, Haukur Guðmundsson frysti 320 tonn, Laugafiskur 200 tonn og 40.000 tonn fóru í gegnum flokkunarstöðina í loðnubræðsluna í Helguvík.
„Þetta var mjög vel heppnuð loðnuvertíð,“ sagði Þorsteinn Erlingsson, athafnamaður, í samtali við vf.is í dag.