Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 28. september 2001 kl. 09:21

75% heimtur í Happdrætti á Ljósanótt

Á Ljósanótt voru 4000 hurðaspjöld sett á allar hurðir í Reykjanesbæ í boði Hótel Keflavíkur. Á hurðaspjaldinu var lukkunúmer og þurftu bæjarbúar að skila afrifu með lukkunúmerinu sínu í þar til gerðan kassa niður í bæ á Ljósanótt til að eiga möguleika á vinningi. Heimtur voru góðar og hafa þegar fimm lukkunúmer verið dregin úr í yfir 3000 lukkunúmerum sem skiluðu sér í kassana.
Steinþór Jónsson formaður undirbúningsnefndar Ljósanætur afhenti vinninghöfum verðlaunin sl. þriðjudag. 1. vinning, utanlandsferð í boði Hótel Keflavíkur hlaut Guðbjörg Kristinsdóttir, Garði. 2. vinning, 2ja manna svítu á Hótel Keflavík ásamt kvöldverði á Café Iðnó hlaut Björn Stefánsson, Skagaströnd. Halldóra Jónsdóttir, Keflavík, Sólveig Jónsdóttir, Njarðvík og Þorgerður, Keflavík hlutu 3.-5. vinning sem var 6 mánaða líkamsræktarkort í Lífsstíl. Að sögn Steinþórs Jónssonar voru viðtökur við happadrættinu mjög góðar en hugmyndin að því kom frá Víkurfréttum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024