75 ár frá sjóskaða við Keflavík
Í dag eru rétt 75 ár liðin frá því að fjórir ungir menn fórust í sjóslysi rétt utan við Keflavíkurhöfn.
Þeir Stefán Jóhannesson, Skafti Guðmundsson, Guðjón Sigurðsson og Júlíus Hannesson mættu örlögum sínum við Stokkavör fyrir augliti fjölmargra sveitunga sinna sem stóðu í fjörunni og horfðu á mennina hverfa í hafið án þess að geta nokkuð aðhafst.
Einn skipverji komst lífs af, skipstjórinn Arinbjörn Þorvarðarson.
Mennirnir voru í léttabát á leið í land í foráttuveðri þegar alda skall á bátnum sem hvolfdi. Guðjón og Arinbjörn komust upp á sker en skipstjórinn náði einn að landi, enda var Arinbjörn afbragðs sundmaður og kenndi lengi sund.
Líf margra fjölskyldna breyttist mikið þennan hörmungardag. Ásta Sigurðardóttir, stjúpdóttir Stefáns, var tíu ára gömul þegar ósköpin dundu yfir. „Ég gleymi þessum degi aldrei á meðan ég lifi,“ sagði hún í viðtali við Víkurfréttir, en hún var elst þriggja barna Stefáns og konu hans Þórdísar Torfadóttur. Nanna systir hennar var átta ára og Torfi var fimm ára.
„Nágrannastúlka flutti okkur fréttirnar af því að hann væri látinn. Það var um sjöleytið að kvöldi og presturinn kom til okkar um miðnættið.“ Ásta segir Stefán hafa verið yndislegan mann sem hafi gengið henni í föðurstað. „Hann var ekki faðir minn, en hann var alltaf pabbi minn og ég elskaði hann út af lífinu.“
Fráfall mannanna fjögurra hafði mikil áhrif á bæjarlífið og reistur minnisvarði um atburðinn. Hann stendur rétt neðan við Duushús, en á þeim stað var skerið sem mennirnir tveir komust upp á á sínum tíma. Er það von Ástu að minning skipverjanna fjögurra lifi sem lengst.
Þeir Stefán Jóhannesson, Skafti Guðmundsson, Guðjón Sigurðsson og Júlíus Hannesson mættu örlögum sínum við Stokkavör fyrir augliti fjölmargra sveitunga sinna sem stóðu í fjörunni og horfðu á mennina hverfa í hafið án þess að geta nokkuð aðhafst.
Einn skipverji komst lífs af, skipstjórinn Arinbjörn Þorvarðarson.
Mennirnir voru í léttabát á leið í land í foráttuveðri þegar alda skall á bátnum sem hvolfdi. Guðjón og Arinbjörn komust upp á sker en skipstjórinn náði einn að landi, enda var Arinbjörn afbragðs sundmaður og kenndi lengi sund.
Líf margra fjölskyldna breyttist mikið þennan hörmungardag. Ásta Sigurðardóttir, stjúpdóttir Stefáns, var tíu ára gömul þegar ósköpin dundu yfir. „Ég gleymi þessum degi aldrei á meðan ég lifi,“ sagði hún í viðtali við Víkurfréttir, en hún var elst þriggja barna Stefáns og konu hans Þórdísar Torfadóttur. Nanna systir hennar var átta ára og Torfi var fimm ára.
„Nágrannastúlka flutti okkur fréttirnar af því að hann væri látinn. Það var um sjöleytið að kvöldi og presturinn kom til okkar um miðnættið.“ Ásta segir Stefán hafa verið yndislegan mann sem hafi gengið henni í föðurstað. „Hann var ekki faðir minn, en hann var alltaf pabbi minn og ég elskaði hann út af lífinu.“
Fráfall mannanna fjögurra hafði mikil áhrif á bæjarlífið og reistur minnisvarði um atburðinn. Hann stendur rétt neðan við Duushús, en á þeim stað var skerið sem mennirnir tveir komust upp á á sínum tíma. Er það von Ástu að minning skipverjanna fjögurra lifi sem lengst.