Þriðjudagur 17. maí 2022 kl. 15:04
740 skjálftar í gær
Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Í gær mældust um 740 jarðskjálftar á Reykjanesskaga og voru þrír þeirra yfir 3 að stærð; kl. 00:44 voru tveir skjálftar í Eldvörpum, 3,2 og 3,1 að stærð og kl. 15:50 varð skjálfti af stærðinni 3,0 rétt vestan við Bláa lónið. Hann fannst í Grindavík.