Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

74 síðna tímamótablað hjá Víkurfréttum
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 12. ágúst 2020 kl. 20:59

74 síðna tímamótablað hjá Víkurfréttum

Víkurfréttir standa á tímamótum. Í þessari viku eru liðin 40 ár frá því blaðið kom fyrst út, en Víkurfréttir litu fyrst dagsins ljós en afmælisdagurinn er þann 14. ágúst 1980. Á þessum tímamótum birtum við stutta samantekt úr sögu blaðsins og gefum jafnframt lesendum innsýn í það hvernig fyrsta tölublaðið var. Í þessari rafrænu útgáfu Víkurfrétta er nefnilega hægt að fletta fyrsta tölublaðinu sem var tólf síður og var aðgengilegt í sjoppum og verslunum í Keflavík og Njarðvík.

Í Víkurfréttum í dag segjum við mikla lífsreynslusögu sem tengist COVID-19 faraldrinum. Heimsfaraldurinn COVID-19 hefur markað djúp spor í okkar daglega líf og kemur til með að hafa varanleg áhrif á líf okkar allra. Við höfum séð heimsmyndina taka stórkostlegum breytingum á ótrúlega skömmum tíma og allir hafa þurft að endurskoða sinn lífsmáta. Nú þegar „önnur bylgja“ faraldursins hefur verið að herja á Íslendinga eftir að búið var að kveða veiruna niður og þjóðin þarf aftur að takast á við kórónuveiruna heyrast enn raddir sem vilja meina að COVID-19 sé alls ekki eins alvarlegt og haldið sé fram. Það er áberandi hve margir eru ekki tilbúnir að samþykkja þá lífskjaraskerðingu sem fylgir þeim takmörkunum sem sóttvarnalæknir leggur til að farið sé eftir til að vinna bug á veirunni – hugarfarið „þetta gerist ekki fyrir mig“ er of algengt og fólk kærulaust. Það er þetta hugarfar sem var til þess að Guðný Kristín Bjarnadóttir samþykkti að veita lesendum Víkurfrétta innsýn í reynsluheim þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á COVID-19 en hún og fjölskylda hennar gengu í gegnum hræðilega lífsreynslu sem valdið hefur sárum sem munu aldrei gróa að fullu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í blaðinu ræðum við einnig við nokkra Suðurnesjamenn sem hafa verið að ferðast innanlands í sumar og birtum frásagnir og myndir úr þeim ferðalögum. Við höldum áfram með sumarferðalögin í næsta blaði einnig.

Sandra Rún Jónsdóttir úr Sandgerði fékk draumastarfið og er flutt á Hvolsvöll þar sem hún hefur tekið við sem tónlistarskólastjóri.

Natasha Anasi er líka í viðtali við Víkurfréttir vikunnar en hún er að gera frábæra hluti í kvennaknattspyrnunni í Keflavík.

Við skoðum nýja verslun sem heitir Trendport og er við Hafnargötuna í Keflavík, heyrum í Dodda litla sem er að gefa út tónlist og Karen J. Sturlaugsson kynnir okkur fyrir sínum fimm uppáhaldsplötum, svo eitthvað sé nefnt úr blaði vikurnnar frá Víkurfréttum.