Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

74 nemendur brautskráðir á vorönn
Mánudagur 27. maí 2002 kl. 08:24

74 nemendur brautskráðir á vorönn

Fjölbrautaskóli Suðurnesja brautskráði alls 74 nemendur á skólaslitum vorannar á laugardag. Alls voru 54 stúdentar, 16 iðnemar, einn vélstjóri, einn af starfsnámsbraut og tveir skiptinemar. Þess má til gamans geta að mæðgur útskrifuðust á laugardag en það voru þær Halla Tómasdóttir og dóttir
hennar Linda Björk Pálmadóttir. Þá utskrifaðist einnig bróðir Höllu, Tómas Tómasson.Einar Freyr Sigurðsson var dúx skólans að þessu sinni en hann útskrifaðist af eðlisfræði- og náttúrufræðibraut. Einar hlut viðurkenningu frá þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur í þýsku ásamt því að hljóta viðurkenningu frá íslenska stærfræðifélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði. Auk þess fékk Einar viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í dönsku, ensku og sögu. Sparisjóðurinn í Keflavík veitti Einari einnig viðurkenningu fyrir hæstu einkunn en Einar fékk 75.000 krónur fyrir árangurinn frá Sparisjóðnum. Í lok skólaslitanna bárust skólanum einnig góðar gjafir því nemendur í öldungadeild og 20 ára stúdentar færðu skólanum veglegar peningagjafir til búnaðarkaupa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024