Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

73 kaupsamningum um fasteignir þinglýst
Föstudagur 24. apríl 2020 kl. 12:22

73 kaupsamningum um fasteignir þinglýst

Á Reykjanesi var 73 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í mars. Þar af voru 38 samningar um eignir í fjölbýli, 31 samningur um eign í sérbýli og fjórir samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.788 milljónir króna og meðalupphæð á samning 38,2 milljónir króna.

Af þessum 73 voru 52 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 35 samningar um eignir í fjölbýli, fjórtán samningar um eignir í sérbýli og þrír samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.879 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,1 milljónir króna.

SJÁIÐ NÝJUSTU VÍKURFRÉTTIR 62 BLS. TROÐFULLAR AF FLOTTU EFNI!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024