72 síður frá Víkurfréttum í þessari viku - Viðtöl, mannlíf, sport!
Víkurfréttir eru komnar út og er blað vikunnar 72 síður. Blaðinu er eingöngu dreift rafrænt en þetta er fjórtánda tölublaðið sem kemur út með þessu sniði.
Eins og undanfarnar vikur þá er efni blaðsins fjölbreytt að vanda. Við hittum fyrir þrjár konur í Höfnum sem hafa verið saman í keramiknámi og taka þátt í HönnunarMars. Þá skoðum við fallegt sumarhús sem ein þeirra á í Höfnum.
Við förum til Leeds í þessu blaði og tökum hús á Heiðu Ingimarsdóttur sem þar býr með fjölskyldu sinni. Handan Atlantsála býr svo Óskar M. Jónsson. Árið 1995 keypti hann farmiða aðra leiðina til Arizona í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur komið sér vel fyrir. Óskar rekur fasteignasölu og er knattspyrnudómari.
Þorsteinn Eggertsson er á áttræðisaldri en hann og Fjóla konan hans standa í plötuútgáfu. Allt um það í blaðinu.
Í blaðinu er myndarleg íþróttaumfjöllun þar sem fótboltamyndir fá að njóta sín.
Mannlífið blómstrar í blaðinu eins og þið sjáið þegar þið flettið þessari rafrænu veislu. Við vorum m.a. á vorfagnaði eldri borgara í Suðurnesjabæ, kíktum í Bláa lónið og förum í göngumessu í Keflavík. Segjum frá hjartaskel sem fannst og nokkrir góðir Suðurnesjamenn svara spurningum í Netspjalli.
Þá er greint frá helstu tíðindum síðustu viku en daglegar fréttir eru þó áfram birtar á vef Víkurfrétta, vf.is.
Lokaorð vikunnar á svo Örvar Þór Kristjánsson.