Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

72,3% hlynnt orkufrekum iðnaði í Helguvík
Mikill meirihluti svarenda í könnun MMR er fylgjandi orkufrekum iðnaði í Helguvík.
Fimmtudagur 10. desember 2015 kl. 11:22

72,3% hlynnt orkufrekum iðnaði í Helguvík

- Áhugahópur um atvinnuuppbyggingu lét gera könnun

72,3 prósent íbúa Reykjanesbæjar eru hlynntir því að annars konar orkufrekur iðnaður verði settur á fót í Helguvík ef ekki rís þar álver. 27,1 prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður síma- og netkönnunar sem MMR framkvæmdi 1. til 6. desember síðastliðinn fyrir óformlegan áhugahóp um atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi.

Úrtakið var 1201 einstaklingar og svarhlutfallið 45,4 prósent. Í könnuninni var fólk einnig spurt hvort það væri hlynnt eða andvígt iðnaðaruppbyggingu í Helguvík. Af þeim sem tóku afstöðu voru 71,9 prósent hlynnt og 28,1 prósent andvíg. Sé svörunum skipt niður voru 12,1 prósent mjög andvíg iðnaðaruppbyggingu i Helguvík og 16 prósent frekar andvíg. Þá voru 41,5 prósent frekar hlynnt og 30,3 prósent mjög hlynnt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024