Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

71% Suðurnesjamanna jákvæðir fyrir áliðnaði
Miðvikudagur 13. febrúar 2013 kl. 09:51

71% Suðurnesjamanna jákvæðir fyrir áliðnaði

Á Suðurnesjum eru 71% íbúa jákvæðir gagnvart áliðnaði, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup vann í lok janúar fyrir Samtök álframleiðenda á Íslandi. Frá þessu er greint á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Tæplega 61% landsmanna er jákvætt gagnvart íslenskum áliðnaði samkvæmt könnuninni. Liðlega 21% landsmanna er hlutlaust í afstöðu sinni og um 18% aðspurðra segjast neikvæð gagnvart iðnaðinum.

Sé notað sama hlutfall neikvæðra og hlutlausra og í almenna úrtakinu eru um 16% íbúa Suðurnesja hlutlausir og 13% neikvæðir fyrir áliðnaði. Íbúar Austurlands og Suðurnesja voru jákvæðastir fyrir áliðnaði, samkvæmt könnuninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Könnunin var netkönnun, gerð dagana 23. janúar til 1. febrúar. Úrtak var 1.450 manns á landinu öllu, valið af handahófi úr viðhorfahópi Capacent Gallup. Svarhlutfall var 60,1%.