Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

700 manns á þorrablót í Garði
Föstudagur 22. janúar 2010 kl. 11:15

700 manns á þorrablót í Garði

Undirbúningur fyrir stærsta þorrablót ársins á Suðurnesjum, og þó víðar væri leitað, stendur nú yfir í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þar er nú verið að koma fyrir borðum og stólum fyrir allt að 700 manns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það eru Björgunarsveitin Ægir í Garði ásamt Víðismönnum og Unglingaráði Víðis sem standa fyrir þorrablótinu sem er fjáröflun fyrir þessi félög. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar íþróttahúsið hafði verið teppalagt og barir voru settir upp.


Í dag verður borðum raðað upp, sett upp svið og lýsing og síðast en ekki síst parketlagt dansgólf, því gestir þorrablótsins ætla að dansa fram undir morgun, eða a.m.k. þangað til hljómsveitin segir stopp.


Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson