Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

700 manns á stórri flugslysaæfingu á Suðurnesjum
Laugardagur 6. nóvember 2004 kl. 14:57

700 manns á stórri flugslysaæfingu á Suðurnesjum

Gríðarlega viðamikil flugslysaæfing var haldin á Suðurnesjum í dag. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, sýslumannsembættin í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli ásamt Almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans stóðu fyrir æfingunni í samvinnu við Varnarliðið.

Alls tóku tæplega 700 manns þátt í æfingunni og var viðbúnaðurinn mikill um gjörvöll Suðurnes.

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var fjölmennur hópur lækna og hjúkrunarfræðinga í viðbragðsstöðu sem tók á móti slösuðum fórnarlömbum flugslysins sem sett var á svið um hádegisbilið í dag.

Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri var við æfinguna í dag: „Þetta hefur gengið bara mjög vel en við erum að vinna eftir nýju skipulagi sem nefnist FFK eða Flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Fundað verður um æfinguna á morgun og þá verður eflaust eitthvað sem kemur í ljós, bæði hvað betur hefði mátt fara og það sem var vel gert “ sagði Björn í samtali við Víkurfréttir.

VF-myndir/ Páll Ketilsson og Jón Björn



 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024