70 tonna bátur nær sokkinn
Mummi GK, um 70 tonna eikarbátur, var nær sokkinn í höfninni í Sandgerði nú eftir hádegið. Slökkvilið Sandgerðis var kallað út til að dæla úr bátnum en þá var skutur hans nær sokkinn í sjó. Öflugar dælur voru gangsettar og nú er verið að dæla sjó úr bátnum.
Báturinn hefur legið bundinn við bryggju í Sandgerði um nokkurt skeið en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvers vegna báturinn fór að leka.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Hilmar Bragi á vettvangi nú áðan.