Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

70 stiga munur!
Þriðjudagur 10. nóvember 2009 kl. 08:49

70 stiga munur!


Strákarnir í ÍG áttu ekki roð í stóra bróður, Grindavík, í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KKÍ en leikurinn fór fram í Röstinni í gærkvöldi. Grindavík vann með 70 stiga mun, 147 stigum gegn 77 og er því komið áfram í 16 liða úrslitin. Þó nokkur fjöldi áhorfenda fylgdist með enda margir forvitnir að sjá hvort ÍG myndi standa í Grindavík en það gekk ekki eftir.

Þorleifur Ólafsson var stigahæstur hjá Grindavík með 30 stig og Ólafur Ólafsson skoraði 27. Hjá ÍG voru þrír stigahæstir með 15 stig hver, þar á meðal Helgi Már Helgason knattspyrnumarkvörður. ÍG sýndi nokkur skemmtileg tilþrif. Orri Freyr Hjaltalín fyrirliði knattspyrnuliðs Grindavíkur sýndi m.a. að hann er ansi liðtækur í körfubolta.

Mynd og texti af www.grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024