Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

70 kvartanir borist Umhverfisstofnun á tveimur dögum
Föstudagur 26. maí 2017 kl. 14:15

70 kvartanir borist Umhverfisstofnun á tveimur dögum

-Ljósbogaofn verksmiðjunnar stöðvaðist á þriðjudag þegar eitt af rafskautum ofnsins brotnaði

Níutíu kvartanir vegna ólyktar hafa borist á borð Umhverfisstofnunar frá því að ljósbogaofn kísilverksmiðjunnar United Silicon var ræstur á sunnudag. Þar af hafa sjötíu kvartanir borist stofnuninni á síðustu tveimur dögum.

Í samtali við Vísi segir Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar, að þetta sé meira en þau hafi búist við. Þá telur hann einnig að ástandið sé tímabundið og að lyktin muni hverfa þegar ofninn komist í fullt álag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósbogaofn verksmiðjunnar stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. Af þeim sökum barst lykt frá verksmiðjunni, en ofninn var gangsettur að nýju á miðvikudagskvöld.

Loftgæði eru mæld í verksmiðjunni, í nágrenni hennar og á einu heimili í Reykjanesbæ. Sýnin verða í framhaldinu send norsku loftannsóknarstofnuninni NILU. Einar segir að samkvæmt sóttvarnalækni sé fólk ekki í bráðri hættu vegna hugsanlegrar loftmengunar en hvetur fólk til þess að leita sér læknisaðstoðar finni það fyrir einkennum.