Fimmtudagur 15. júlí 2010 kl. 09:46
70 hafa fengið klippingu hjá löggunni
Það sem af er þessum mánuði hafa skráningarnúmer verið klippt af um 70 bílum á Suðurnesjum vegna ógreiddra trygginga. Oftast eru plötur teknar að næturlagi, því þá eru mestar líkur til þess að bílana sé að finna fyrir utan heimili eigenda sinna.