Föstudagur 21. janúar 2005 kl. 09:49
70 grömm af hassi fundust við húsleit
Um 70 grömm af hassi fundust við húsleit í Njarðvík í gærkvöldi. Húsleit lögreglunnar í Keflavík var gerð í kjölfar máls sem lögreglan fékk til rannsóknar á miðvikudagskvöld þegar hún gerði fíkniefni upptæk. Íbúi í húsinu viðurkenndi að eiga hassið og telst málið upplýst.