Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

70% eldri en 80 ára með lögheimili í Reykjanesbæ
Föstudagur 26. október 2012 kl. 15:07

70% eldri en 80 ára með lögheimili í Reykjanesbæ

„70% aldraðra á Suðurnesjum yfir 80 ára aldri hafa lögheimili hér í Reykjanesbæ. Okkur ber skylda til að huga að hjúkrunaraðstöðu fyrir aldraða og sjúka íbúa okkar. Um leið og loks er verið að reisa hjúkrunarheimili í bænum okkar fyrir þá íbúa sem þurfa, er ljóst að miðað við þau pláss sem við höfum heimild fyrir frá ríkinu þarf annað hvort að loka Hlévangi eða Garðvangi á móti þessari nýbyggingu,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ í samtali við Víkurfréttir. Í miðopnu blaðsins í dag er greint frá nýrri skýrslu starfshóps um öldrunarmál í Reykjanesbæ. Þar kemur m.a. fram að það sé skoðun Reykjanesbæjar að loka skuli Garðvangi í Garði, enda kosti 4-500 milljónir að koma hjúkrunarheimilinu þar í það horf sem nútíma kröfur kveða á um. Breytingar á Hlévangi kosti hins vegar aðeins um 30 milljónir króna.

„Landlæknisembættið lagði fram skýrslu í fyrra sem varar alvarlega við aðbúnaði aldraðra á Garðvangi en telur Hlévang í mun sæmilegra ástandi. Nýjar stórauknar kröfur ríkisins um hjúkrunaraðstöðu þýða að húsnæðið í Garðvangi er svo lélegt og að auki óhentugt að stærð, að það er nánast ógjörningur annað en að fara í nýtt húsnæði. Fyrst svo er teljum við einsýnt að fyrir íbúa okkar skuli áfram bætt við byggingar á Nesvöllum í stað þess að byggja yfir þá í öðru sveitarfélagi. Það verður mun hagkvæmara í rekstri að hafa aðstöðu á einum stað og mjög miðsvæðis fyrir íbúana. Vogar hafa lýst áhuga á þessari lausn og auðvitað er öðrum sveitarfélögum velkomið að nýta sér hana,“ segir Árni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024