Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

70-80 m.kr. niðurskurður hjá HSS
Fimmtudagur 22. september 2011 kl. 16:36

70-80 m.kr. niðurskurður hjá HSS

Alþingi vinnur þessa stundina að fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Að vanda verður það lagt fram 1. október nk. Því hefur verið lýst yfir að heilbrigðisstofnanir fái kröfu um niðurskurð upp á 1,5%, en það segir þó ekki alla söguna þar sem sú upphæð sem geymd var frá síðasta ári leggst við þessi 1,5%.  Hjá HSS má því búast við u.þ.b. 70-80 m.kr. niðurskurði að óbreyttu að sögn Sigríðar Snæbjörnsdóttur, forstjóra HSS.


Sigríður segir jafnframt að það verði ekki þrautalaust að takast á við það verkefni sem muni væntanlega hafa í för með sér samdrátt í þjónustu. Hins vegar má segja að það er ekki endanleg niðurstaða því eins og mörgum er minnisstætt, breyttist fjárlagafrumvarpið verulega í meðförum þingsins á síðasta ári.

Til fróðleiks er sýnd hér að neðan þróun í rekstri á HSS fyrir árin 2008-2010 á verðlagi ársins 2010.  Það er ljóst að út frá tölulegum upplýsingum að náðst hefur góður árangur en ekki án fórna.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024