7,3% aukning á Keflavíkurflugvelli
Almennt millilandaflug um Keflavíkurflugvöll árið 2007 jókst um 7,3% frá árinu áður. Farþegafjöldi jókst um 8%, úr 2.019.470 í 2.182.232, en vöruflutningar voru um 61.500 tonn eins og árið áður. Flugumferð í heild jókst um 4,2% en viðkoma herflugvéla hefur dregist saman um 36% eftir brottför varnarliðsins.
Ellefu flugfélög stunduðu farþegaflug á Keflavíkurflugvelli á árinu og þrjú vöruflutninga. Flugfélögin Icelandair, Iceland Express, SAS og British Airways halda uppi reglubundnu áætlunarflugi með farþega allt árið og þrjú félög annast vöruflutninga. Þá er ávallt nokkur umferð erlendra vöruflutningaflugvéla og einkaflugvéla auk millilendinga í farþegaflugi.
Mynd: Oddgeir Karlsson