69 sóttu um tvö störf öryggisvarða
Varnarmálastofnun Íslands auglýsti nýverið tvö störf öryggisvarða hjá stofnuninni. Umsóknarfrestur var til 28. júní sl. Alls bárust 69 umsóknir um störfin og er nú verið að yfirfara umsóknir og vinna úr þeim hjá Varnarmálastofnun.
Störf öryggisvarða hjá Varnarmálastofnun fela í sér öryggiseftirlit á öryggis- og varnarsvæðum við Keflavíkurflugvöll, vöktun, aðgangsstýringu og fleira.