Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

69% með kennsluréttindi í grunnskólum en 18% í leikskólum
Laugardagur 5. nóvember 2022 kl. 08:04

69% með kennsluréttindi í grunnskólum en 18% í leikskólum

Í grunnskólum Suðurnesjabæjar eru 561 nemandi og í leikskólum eru 200 börn m.v. tölur í ágúst/september 2022. Þetta kom fram í gögnum sem Bryndís Guðmundsdóttir, deildarstjóri, kynnti á síðasta fundi fræðsluráðs Suðurnesjabæjar þegar hún fór yfir upphaf skólaárs í leik- og grunnskólum.

Fjöldi kennara í báðum grunnskólunum er 70 og þar af eru 48 með kennsluréttindi, eða 69%. Í leikskólum eru 57 kennarar og þar af tíu með kennsluréttindi, eða um 18%.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024