66° Norður kemur færandi hendi til fjölskyldu sem missti allt í bruna
Ólafur Ómar á deildinni Ljósalandi á leikskólanum Hjallatúni í Reykjanesbæ og hans fjölskylda misstu aleigu sína í bruna á mánudagskvöldið. Börnunum á Hjallatúni var sagt frá þessu í gærmorgunn og mikilvægt er að leyfa þeim að tala og spyrja spurninga, segir á vef leikskólans. „Við svörum þeim og hjálpum þeim að vinna úr þessum sorglega atburði“. Fyrirtækið 66° Norður brást skjótt við eftir brunann og kom fulltrúi frá þeim í leikskólann og færðu Óla og fjölskyldu föt.
Fyrirtækinu er þakkað kærlega fyrir þennan stuðning.
Mynd: Af vef leikskólans Hjallatúns.






