Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

646 mældir - 19 sendir til læknis
Miðvikudagur 20. nóvember 2013 kl. 09:23

646 mældir - 19 sendir til læknis

Samtals mættu 646 einstaklingar í blóðsykurmælingu sem Lions-hreyfingin stóð fyrir á Suðurnesjum um sl. helgi. Í Vogum mættu 65 í blóðsykurmælingu, 245 í Grindavík og 336 í Reykjanesbæ.

Í Reykjanesbæ reyndust nítján einstaklingar vera með of háa mælingu og var ráðlagt að tala við lækni.

Pálmi Hannesson hjá Lionsklúbbnum Garði sagðist í samtali við Víkurfréttir vera ánægður með þátttöku Suðurnesjamanna en margir þeirra sem mættu í mælingu sl. föstudag í Grindavík og á laugardag í Vogum og Reykjanesbæ mætti gagngert til að láta mæla sig.

Pálmi vildi jafnframt koma á framfæri þökkum til Lyfju í Reykjanesbæ sem lagði til allan búnað sem þurfti til mælinganna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024