Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

640 tilkynningar til barnaverndar
Frá Reykjanesbæ.
Miðvikudagur 27. ágúst 2014 kl. 09:24

640 tilkynningar til barnaverndar

Líkamleg og tilfinningaleg vanræksla áhyggjuefni.

Árið 2013 fjölgaði barnaverndartilkynningum úr 486 í 640. Að sama skapi fjölgaði þeim börnum sem tilkynnt var um úr 282 í 345. Heildarfjöldi stúlkna sem tilkynnt var um 164 en 181 drengir. Auk þess bárust tvær tilkynningar vegna þungaðra kvenna. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrlsu Fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar.

 
 
Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er fjölgunin áberandi hjá ættingjum, nágrönnum, sjúkrahússtofnunum og hjá lögreglu. Einnig hefur fjölgað lítillega tilkynningum frá öðrum sem eru t.d. vinir, Greiningarstöð ríkisins, fósturforeldrar, Vinakot og Stuðlar. Á þessu má sjá að nærumhverfi barnanna er orðið meira vakandi fyrir að tilkynna. 
 
Vanræksla og áhættuhegðun
Helstu ástæður tilkynninga eru vanræksla varðandi umsjón og eftirlit með börnum og áhættuhegðun er varðar afbrot barna. Tilkynningum vegna vanrækslu fjölgaði töluvert á árinu 2013 úr 212 í 276. Af þessum 276 tilkynningum voru 136 tilkynningar vegna stúlkubarna og 140 vegna drengja. Tilkynningar vegna vanrækslu, er varðar umsjónar og eftirlits fjölgaði einnig töluvert en þær voru 206 á árinu 2013 og þar af voru 105 tilkynningar vegna áfengis-og/eða fíkniefnaneyslu foreldra.
 
Á árinu er áberandi fjölgun tilkynninga um líkamlega og tilfinningalega vanrækslu sem er áhyggjuefni því að alast upp í umhverfi þar sem þörfum barna er ekki nægilega sinnt getur haft slæmar afleiðingar fyrir börn sem fylgir þeim oft fram á fullorðinsár.
 
Foreldrar mestu áhrifavaldar
Starfsmenn barnaverndar leggja áherslu á að vinna málin í góðri samvinnu við foreldra og börn með því að leggja sig fram í að efla þátttöku barna í sínu eigin barnaverndarmáli í samræmi við þroska og aldur þeirra. Barnavernd vinnur út frá þeirri sýn að foreldrar eru mestu áhrifavaldar í lífi hvers barns og því er mikilvægt að efla foreldra í uppeldishlutverkinu ásamt því að vera í góðu samstarfi við þær stofnanir sem koma að málum barnanna. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024