Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

64 síður af brakandi ferskum Víkurfréttum
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 17:01

64 síður af brakandi ferskum Víkurfréttum

Síðurnar orðnar 800 talsins á síðustu 12 vikum!

Víkurfréttir eru komnar út. Þetta er tólfta blaðið sem við gefum eingöngu út rafrænt og sem fyrr þá kennir ýmissra grasa í Víkurfréttum vikunnar.

Forsætisráðherra kemur við sögu í blaði vikunnar en Katrín Jakobsdóttir fékk fallega gjöf sem Jónatan Jóhann Stefánsson færði henni í forsætisráðuneytinu á dögunum. Katrín fékk sérprjónaða VG-lopapeysu en Jónatan hefur átt samskonar peysu í nokkra mánuði. Peysa Jónatans vakti athygli Katrínar þegar hún mætti á fund til Reykjanesbæjar í vetur. Allt um þetta í blaðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sólborg Guðbrandsdóttir stefnir að bókaútgáfu um jólin. Hennar hugarfóstur er verkefni sem heitir Fávitar. Við ræðum við Sólborgu um Fávita og fyrir hvað það stendur.

Mannlífið blómstrar í Víkurfréttum. Við förum á Garðskaga og hittum fyrir Mörtu Eiríksdóttur sem þar bauð upp á sannkallaða gyðjugleði. Skemmtilegar myndir þar.

Ingi Þór kíkti í plötuskápinn og valdi fyrir okkur sínar fimm uppáhaldsplötur.

Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar voru afhent í vikunni. Við vorum þar og gerum verðlaunaafhendingunni góð skil í blaðinu í máli og myndum. Þá má horfa á viðtal við aðalverðlaunahafana í spilara í blaðinu. Já, þessi rafrænu blöð bjóða upp á möguleika sem prentuðu blöðin eru ekki með.

Í blaðinu er rætt við skólastjóra Fisktækniskólans sem segir mikla eftirspurn eftir fisktækni á pólsku.

Við segjum einnig fréttir af fasteignamarkaði og segjum frá nýrri skólpdælustöð sem einnig verður útsýnispallur. Þá er greint frá nýju skeiði í starfsemi Kadeco, þrónunarfélagi Keflavíkurflugvallar.

Í blaðinu eru mannlífsmyndir frá opnun sýninga í Duus Safnahúsum. Þar hafa verið opnaðar sumarsýningar.

Netspjall er liður sem hefur notuð vinsælda hjá okkur í blaðinu á síðustu vikum þar sem Suðurnesjafólk svarar fjölbreyttum spurningum blaðamanna. Nokkur slík viðtöl eru í blaði vikunnar.

Við mynduðum stökkvandi rallýbíla í Reykjanesbæ og auðvitað má sjá stökkin á myndskeiði í blaðinu!

Fótboltinn er að rúlla af stað og í þessu blaði byrjum við að kynna Suðurnesjaliðin til leiks. Þá eru myndir frá Nettómóti stúlkna í 7. flokki og umfjöllun um golf.

Sitthvað fleira er einnig í blaðinu. Margeir Vilhjálmsson slær svo botninn í umræðuna með Lokaorðum.

Eins og sagt er frá í upphafi þessa pistils er þetta tólfta rafræna blaðið frá Víkurfréttum og alls eru síðurnar orðnar 800 talsins á þessum tólf vikum.