Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 21. september 2002 kl. 12:56

635 í tónlistarnámi í Reykjanesbæ

Fjöldi nemenda við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er nú samtals 635. Þar af eru 349 forskólanemendur og 286 í almennu tónlistarnámi. Fjöldi kennara er 36 í 25 stöðugildum, þar af eru 16 kennarar búsettir í Reykjanesbæ. Þetta kom fram á fundi Skóla- og fræðsluráðs Reykjanesbæjar um málefni Tónlistarskólans, sem haldinn var í vikunni.Skólastarf Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fer fram á sex stöðum í bænum, við Þórustíg, Austurgötu og í grunnskólunum fjórum. Lögð er áhersla á að Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hafi trygga aðstöðu til ráðstöfunar innan grunnskólanna eða a.m.k. þrjár kennslustofur vegna hljóðfærakennslu.
Gera þarf þarfagreiningu vegna tónlistarskóla með það í huga að hann starfi áfram innan grunnskólanna. Skóla- og fræðsluráð óskar er eftir greinargerð frá skólastjóra um hvað þurfi til að styrkja stöðu tónlistarkennslu innan grunnskólanna, segir í fundargerð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024