63.000 séð eldingamyndskeið á miðlum Víkurfrétta
Alls hafa um 63.000 áhorf verið á myndskeið sem Halldór Guðmundsson tók upp í gærmorgun og sýnir þotu WOW verða fyrir eldingu í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli.
Áhorfin eru komin yfir 42.000 talsins á fésbókarsíðu Víkurfrétta, þar sem myndskeiðinu var streymt í gær. Þá eru áhorfin orðin tæp 21.000 á Youtube-rás Sjónvarps Víkurfrétta.
Það er mjög sjaldgæft að ná myndefni sem þessu og Víkurfréttum er ekki kunnugt um að áður hafi náðst svona myndir við Keflavíkurflugvöll, þar sem elding fer í flugvél í flugtaki frá vellinum.