600 tonnum af loðnu til hrognatöku í Grindavík
Háberg GK landaði í dag 600 tonnum af loðnu til hrognatöku hjá Samherja í Grindavík. Eftir að hrognin höfðu verið skilin frá loðnunni var hratinu dælt aftur um borð í annað loðnuskip sem flutti loðnuna til bræðslu annars staðar á landinu, en bræðslan í Grindavík er óvirk eftir stórbruna á dögunum.
Að sögn Óskars Ævarssonar, verksmiðjustjóra hjá Samherja í Grindavík, komu um 30-40 tonn af hrognum úr loðnunni í dag. Þetta er fyrsti farmurinn sem kemur til vinnslu hjá hrognavinnslu Samherja í Grindavík á vertíðinni. Lítið veiðist af loðnu til hrognatöku sem stendur.
Myndin: Frá hrognatöku í Grindavík í dag. VF-mynd: Þorsteinn G. Kristjánsson
Að sögn Óskars Ævarssonar, verksmiðjustjóra hjá Samherja í Grindavík, komu um 30-40 tonn af hrognum úr loðnunni í dag. Þetta er fyrsti farmurinn sem kemur til vinnslu hjá hrognavinnslu Samherja í Grindavík á vertíðinni. Lítið veiðist af loðnu til hrognatöku sem stendur.
Myndin: Frá hrognatöku í Grindavík í dag. VF-mynd: Þorsteinn G. Kristjánsson