Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 28. maí 2001 kl. 17:01

600 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út vegna viðbúnaðarástands sem lýst var yfir í kjölfar sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna. Send voru boð á um 600 björgunarsveitarmenn. Á vettvang voru sendir um 70 björgunarsveitarmenn á 25 bílum. Ekki kom til þess að björgunarsveitirnar yrðu virkjaðar við flutning fólks en aðstoðuðu þess í stað við aðhlynningu farþeganna eftir að þeir voru komnir frá borði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024