60 þúsund tonn af hráefni í hús á vetrarvertíð
Loðnuvertíðin hefur gengið vel í vetur að sögn Óskar Ævarssonar, hjá Samherja í Grindavík. „Tæp 60 þúsund tonn af hráefni hafa verið tekin inn í verksmiðjuna, sem er 15 þús. tonnum meira en fyrri ár og búið er að frysta tæp 1300 tonn af hrognum“, segir Óskar.Vertíðinni er nánast lokið en þessa dagana er aðeins eitt skip frá fyrirtækinu á loðnuveiðum. „Þorsteinn EA var aflahæsta skipið okkar í vetur með tæp 21 þús. tonn, Sunnutindur landaði um16 þús. tonnum, Oddeyrin rúmlega 14 þús. tonnum, Seley var með rétt tæp 12 þús. tonn og Hábergið með tæp 6 þúsund“, bætir Óskar við.